Skilmálar
Um okkur
Seljandi er Verslunin Jata, kt. 130686-1399, vsk númer 80790.
Verslunin Jata er til húsa í Hátúni 2, 105 Reykjavík (hús Fíladelfíu).
Opnunartími í verslun okkar í Hátúni er sem hér segir:
Þriðjudaga-föstudaga frá 10-13 og frá 16-18 á þriðjudögum.
Eftir samkomur hjá Fíladelfíu á sunnudögum og fimmtudagskvöldum.
Ef verslunin er opin á öðrum tímum er það auglýst á samfélagsmiðlum.
Á opnunartíma er hægt að hringja í síma 53 54 700 (skrifstofa Fíladelfíu).
Netfangið okkar er versluninjata@versluninjata.is
Einnig má senda okkur skilaboð í gegnum Facebook – www.facebook.com/versluninjata
Skilmálar
Starfsfólk Verslunarinnar Jötu leggur sig fram um að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu.
Þessi skilmáli gildir um sölu á vöru og þjónustu Verslunarinnar Jötu til viðskiptavina. Skilmálinn, sem staðfestur er með staðfestingu á kaupum, er grunnurinn að viðskiptunum.
Um neytendakaup þessi er fjallað í lögum um neytendakaup, lögum um samningsgerð, lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu, lögræðislög og lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
Kaupandi hefur heimild samkvæmt lögum nr. 46/2000 um húsgöngu og fjarsölusamninga að skila vöru innan 14 daga og fá endurgreitt án þess að tilgreina nokkra ástæðu að því gefnu að varan sé í upprunalegum umbúðum.
Pöntun er bindandi þegar hún er skráð á netþjón seljanda. Það gerist þegar kaupandi hefur staðfest pöntun í skrefi 3. Seljandi er einnig bundinn til að afgreiða pöntun kaupanda svo lengi sem hún er í samræmi við vöruúrval og verðlagningu. Allar pantanir þar sem grunur um að brögð séu í tafli og/eða þar sem hugbúnaðargalli hefur áhrif eru afturkallaðar. Kaupandi hefur rétt á að rifta kaupum samkvæmt lögum um neytendakaup.
Seljandi sendir kaupanda staðfestingu þegar pöntun er skráð, þó aðeins ef kaupandi hefur skráð netfang sitt við kaupin. Kaupanda er bent á að kynna sér gaumgæfilega pöntunarstaðfestingu þegar hún berst. Einnig ætti að ganga úr skugga um að hún sé í samræmi við fyrirhugaða pöntun. Frávik frá pöntun og pöntunarstaðfestingu skal túlkað sem nýtt tilboð frá seljanda sem að hægt er að afþakka eða samþykkja.
Seljandi veitir upplýsingar um vörur eftir bestu vitund hverju sinni. Seljandi birtir allar upplýsingar með fyrirvara um bilanir, vírusa, prent-, birtingar- og innsláttarvillur í texta, verði og myndum.
Vöruúrval getur verið mismunandi milli vefverslunar og verslunar okkar í Hátúni. Seljandi áskilur sér rétt til að aflýsa í heild eða að hluta til pöntun kaupanda ef varan er uppseld. Þá fær kaupandi tilkynningu ásamt upplýsingum um hvað gæti mögulega hentað í staðinn. Kaupandi fær þá möguleika á að samþykkja þá tillögu eða aflýsa pöntun í heild sinni.
Verðhækkanir sem verða eftir pöntun viðskiptavinar eru ekki afturkræfar. Það verð gildir sem var í gildi þegar pöntun var gerð og kemur fram á pöntunarstaðfestingu. Heildarkostnaður er tekinn fram áður en kaupandi staðfestir pöntun endanlega. Þar er tekinn fram allur kostnaður við pöntun s.s. þjónustu, sendingu o.s.frv.
Hægt er að inna greiðslu af hendi með greiðslukorti í gegnum greiðsluvef Borgunar. Þegar greitt er með greiðslukorti er upphæðin skuldfærð við afgreiðslu pöntunarinnar af lager. Ef greiðsla berst ekki, áskilur seljandi sér rétt til að aflýsa pöntuninni.
Afhending telst vera innan eðlilegra tímamarka frá útgáfudegi reiknings. Tekið er fram í kaupferlinu hverju má búast við miðað við valda sendingarleið.
Við sendum pantanir með Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar.
Allar skemmdir á vörum af hendi flutningsaðila eru á þeirra ábyrgð og að fullu bætt gagnvart viðskiptavini. Skemmdir eftir að vara hefur verið afhent eru á ábyrgð kaupanda.
Ef að afhending vöru í heimakstri reynist árangurslaus er hægt að óska eftir nýjum afhendingartíma. Ef að afhending reynist árangurslaus í annað skiptið er vara tekin í geymslu þar til hún er sótt. Geymslutími miðast við 2 vikur og eftir það áskilur seljandi sér rétt til að rifta kaupum.
Farið verður með allar persónulegar upplýsingar um kaupanda vegna notkunar á vefsvæði Verslunarinnar Jötu í samræmi við lög og reglur um meðferð persónulegra upplýsinga eins og þær eru á hverjum tíma. Upplýsingar verða ekki seldar né gefnar þriðja aðila. Kaupandi hefur rétt á að fá að sjá þær upplýsingar sem Verslunin Jata hefur um hann. Hafi kaupandi eitthvað út á þær að setja hefur hann rétt til að fá þær leiðréttar eða afmáðar án kostnaðar.
Tölvupóstur og viðhengi hans sem starfsfólk Verslunarinnar Jötu sendir gætu innihaldið trúnaðarupplýsingar eingöngu ætlaðar þeim sem hann er stílaður á. Sá sem fyrir tilviljun, mistök eða án heimildar tekur við tölvupóstinum, skal fara eftir 2. mgr. 44. gr. laga nr.107/1999 um fjarskipti og gæta fyllsta trúnaðar og tilkynna sendanda samstundis að upplýsingarnar hafi ranglega borist sér.