Verslunin Jata
Hver vegur að heiman er vegur heim
Regular price
5.990 kr
Tax included.
Shipping calculated at checkout.
Vigfús Bjarni Albertsson deilir í þessari bók bæði þekkingu og reynslu af glímu fólks við þjáninguna, sorgir og tilgang lífsins. Hann býður lesandanum með sér í ferðalag þar sem hann kynnir af einlægni eigin áskoranir og sjálfsskoðun í öldugangi lífsins.
Frásagnirnar byggjast bæði á fræðilegri menntun höfundar og tuttugu ára reynslu af sálgæslu, en hann hefur þjónað sem sjúkrahúsprestur, forstöðumaður við Sálgæslu- og fjölskylduþjónustu kirkjunnar, unnið í mannauðsmálum kirkjunnar og sem kennari í sálgæslufræðum.
"Frábæri kennarinn minn í sálgæslu náminu Vigfús Bjarni Albertsson skrifaði bók sem ætti að fara inn á hvert heimili. Mögnuð viska - hugrekki, húmor og einlægni eru orðin sem lýsa þessari bók." - Edda Björgvins.
2024, kilja,